Buðu íbúum af erlendum uppruna á morgunverðarfund

„Við vorum bara hæstánægð með mætinguna því við vissum í raun ekki hvort það væri þörf fyrir svona fund og hvort einhver mundi mæta en svo mættu þrjátíu manns, sem er alveg frábært,“ segir Meike Witt, sveitarstjórnarfulltrúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Sveitarfélagið bauð nýlega bauð nýlega til morgunverðarfundar í Þjórsárskóla með íbúum í hreppnum af erlendum uppruna. Þar kynntu oddviti, sveitarstjóri, starfsfólk og sveitarstjórnarfulltrúar starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins fyrir þeim undir forystu Meike, sem kemur frá Þýskalandi.

Ellefu prósent íbúa af erlendum uppruna
Fólkið sem mætt á fundinn er m.a. frá Póllandi, Lettlandi, Ungverjalandi, Tékklandi, Finnlandi, Álandseyjum og Þýskalandi. „Við fórum yfir alla þjónustu sem sveitafélagið býður upp á og bendum á Facebook síðu sem við stofnuðum sem heitir Landnemar nú- tímans – hópur nýbúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þar gefst nýbúum tækifæri að spyrja starfsfólk sveitafélags beint ef það hefur spurningar,“ bætir Meike við.

Á fundinum kom fram ósk um að bjóða upp á íslenskukennslu í sveitarfélaginu.

Fyrri greinVinafélag gamla bæjarins í Múlakoti stofnað
Næsta greinSkíðamenn fundust heilir á húfi