Búðinni lokað á Borg

Versluninni á Borg í Grímsnesi hefur verið lokað og rekstri þar hætt af þeim aðilum sem verið hafa með reksturinn undanfarin ár. Heimamenn í sveitinni komu að læstu dyrum þar á þriðjudagsmorgun.

Eftir því sem næst verður komist átti lokunin sér ekki langan aðdraganda.

Húsnæðið er í eigu Olíuverslunar Íslands hf. en það er byggt árið 1938. Þær upplýsingar fengust hjá Olís að áfram yrði starfrækt ÓB sjálfvirk bensínstöð á staðnum en engar ákvarðanir hefðu verið teknar um hvort verslunarrekstur yrði boðinn út á nýjan leik.