Brýnt að gera ráðstafanir vegna eiturefna í dekkjakurli

Bæjarráð Hveragerðisbæjar telur brýnt að bregðast við ábendingum um hættu sem stafað getur af gúmmíkurli í gervigrasvöllum.

Erindi frá Heimili og skóla um endurnýjun gervigrasvalla vegna eiturefna í dekkjakurli var tekið til afgreiðslu á fundi bæjarráðs í dag. Bæjarráð telur brýnt að brugðist verði við ábendingum Heimilis og skóla og samþykkti að vísa kostnaði vegna endurnýjunar gervigrassins við grunnskólann til gerðar fjárhagsáætunar fyrir árið 2016.

Kostnaður við endurnýjun á gervigrasinu við grunnskólann nemur um 5 milljónum króna en bæjarráð vekur athygli á að í Hamarshöllinni er notuð önnur tegund af kurli sem uppfyllir kröfur um gæði.

Fyrri greinMyndir af Skaftárhlaupi – Áin kolmórauð
Næsta greinRangæingar skora á Unni Brá