Brynjar hætti eftir 20 ára formennsku

Á aðalfundi Framsóknarfélags Árnessýslu, sem haldinn var síðastliðinn miðvikudag lét Brynjar S. Sigurðsson af formennsku í félaginu eftir rúmlega 20 ára starf.

Walter Fannar Kristjánsson var kosinn nýr formaður og með honum í stjórninni eru þau Ólafur Leifsson gjaldkeri, Páll Jóhannsson ritari og meðstjórnendurnir Halldóra Hjörleifsdóttir og Trausti Hjálmarsson.

Á meðfylgjandi mynd afhendir nýi formaðurinn Brynjari þakklætisvott fyrir áratuga formennsku og með þeim á myndinni er Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra.

Fyrri greinFöstudagslagið: Hljóp heim til að hlusta
Næsta greinLitla hryllingsbúðin slær í gegn