Bryggjuhátíðin fór vel fram

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi fór Bryggjuhátíð á Stokkseyri vel fram en þar fór fram dagskrá fram á nótt, bæði á föstudags- og laugardagskvöld.

Hins vegar fjölmennti hópur framhaldsskólanema á tjaldsvæði í Þrastarskógi í gærkvöldi og gerði sér glaðan dag – fullglaðan að mati lögreglu – með mikilli ölvun og slagsmálum. Í morgun var að minnsta kosti einn tekinn á leið af staðnum vegna gruns um ölvun við akstur.

RÚV greindi frá þessu

Fyrri greinSlasaðist við Háafoss
Næsta greinUmfangsmikil tónleikahelgi framundan í Skálholti