Brutust inn um þakglugga

Brotist var inn í verslun Europris við Austurveg á Selfossi í síðustu viku og þaðan stolið verkfærum og skiptimynt.

Innbrotið átti sér stað sl. miðvikudagskvöld á milli kl. 21:00 og 00:00. Þjófarnir komust inn í verslunina með því að brjóta plastglugga á þaki hússins og príla niður á gólf verslunarinnar.

Að því búnu brutu þeir sér leið inn á skrifstofu þar sem rótað var í skápum og hirslum.

Lögreglan hefur yfirheyrt nokkra menn vegna málsins en það hefur ekki borið árangur.

Ef einhver hefur orðið var við óvenjulegar mannaferðir við Europris á ofangreindu tímabili eru þeir beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.