Brunaði framhjá löggunni en komst ekki langt

Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Fimmtíu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku.

Allir nema einn óku of hratt úti á þjóðvegunum en einn var tekinn fyrir að aka á 81 km/klst hraða innanbæjar á Selfossi.

Sá sem hraðast ók var á 150 km/klst hraða á Mýrdalssandi síðastliðinn miðvikudag. Annar ökumaður var kærður á svipuðum slóðum, fyrir að aka of hratt miðað við aðstæður, en hann brunaði framhjá lögreglubifreið þar sem hún stóð í vegkanti með forgangsljósin kveikt eftir að lögreglumenn höfðu stöðvað rútu sem þar var á ferð.

Einn þeirra sem ók of hratt var með kerru í eftirdragi en kerran var ljóslaus, óskráð og engin bretti yfir dekkjunum.

Fyrri greinTíu heimsmeistarar keppa í skák á Selfossi
Næsta greinEllefu kærðir fyrir símanotkun við akstur