Brúin boðin út í næstu viku – Myndband

Í næstu viku verður auglýst útboð nýrrar brúar yfir Múlakvísl sem kemur í stað brúarinnar sem skemmdist í jökulhlaupi sumarið 2011.

Nýja brúin er tæpum 300 m austan við bráðabirgðabrúna, sem byggð var árið 2011. Nýja brúin verður eftirspennt bitabrú í sex höfum, 162 m löng. Haflengdir verða 16 m, 43 m, 44 m, 43 m og 16 m.

Brúin verður með 9 m breiðri akbraut og með 0,5 m breiðum bríkum, breidd alls 10 m. Brúin er í planboga með 7.000 m radía: Þverhalli brúargólfs 3,5 %. Lóðrétt veglína yfir brúna er í háboga með 8.600 m radía.

Brúin er grunduð á 14-19 m löngum steyptum niðurrekstrarstaurum. Búið er að reka niður staurana.

Vegagerðin hefur látið vinna tölvugert myndband sem sýnir hvernig hin nýja brú kemur til með að líta út og má sjá það hér að neðan.

Fyrri greinFimleikamessa í Selfosskirkju
Næsta greinSuðurtak styrkir Biskupstungnabraut