Brugðist við fólksfækkun

Íbúum sveitarfélagsins Ölfuss hefur fækkað jafnt og þétt á undanförnum fimm til sex árum og eru að líkindum nú orðnir færri en 1.900, voru rétt um 2.000 þegar flest var.

Að sögn Gunnsteins Ómarssonar er erfitt að gefa skýringu á fækkuninni, öll aðstaða sé til fyrirmyndar, t.a.m. í Þorlákshöfn þar sem skólar séu góðir og aðstaða til íþrótta- og tómstundaiðkunar sé jafnframt góð í sveitarfélaginu.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar var ákveðið að veita afslátt af gatnagerðargjöldum, alls 66,67 prósent. „Það bar strax árangur, og búið er að sækja um nokkrar lóðir í framhaldinu,“ segir Gunnsteinn.

Hann segir sveitarstjórn vera vongóða um að hægt verði að snúa við þessari þróun íbúafjölda sem fyrst. Til staðar eru hverfi, tilbúin til uppbyggingar og lóðaframboð nægt.

Fyrri greinÆgir tapaði fyrir Álftanesi
Næsta greinBráðaliðar losuðu aðskotahlut úr hálsi barns