Brugðist við fólksfækkun

Íbúum sveitarfélagsins Ölfuss hefur fækkað jafnt og þétt á undanförnum fimm til sex árum og eru að líkindum nú orðnir færri en 1.900, voru rétt um 2.000 þegar flest var.

Að sögn Gunnsteins Ómarssonar er erfitt að gefa skýringu á fækkuninni, öll aðstaða sé til fyrirmyndar, t.a.m. í Þorlákshöfn þar sem skólar séu góðir og aðstaða til íþrótta- og tómstundaiðkunar sé jafnframt góð í sveitarfélaginu.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar var ákveðið að veita afslátt af gatnagerðargjöldum, alls 66,67 prósent. „Það bar strax árangur, og búið er að sækja um nokkrar lóðir í framhaldinu,“ segir Gunnsteinn.

Hann segir sveitarstjórn vera vongóða um að hægt verði að snúa við þessari þróun íbúafjölda sem fyrst. Til staðar eru hverfi, tilbúin til uppbyggingar og lóðaframboð nægt.