Brúarvígsla á Sólheimasandi í dag

Nýja brúin á Sólheimasandi. Ljósmynd/Vegagerðin

Nýja brúin yfir Jökulsá á Sólheimasandi verður vígð formlega í dag klukkan 15. Með tilkomu hennar verður engin einbreið brú á Þjóðvegi 1, frá Reykjavík og austur fyrir Kirkjubæjarklaustur.

Klippt verður á borða á brúnni en að því loknu mun Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, aka fyrstur yfir brúna. Strax á eftir honum ekur Hörður Brandsson, sem fyrstur ók yfir gömlu brúna árið 1967.

Að athöfn lokinni verður boðið til kaffisamsætis í félagsheimilinu Leikskálum í Vík í Mýrdal.

Fyrri greinÞórsarar enn án stiga
Næsta grein44 fyrirtæki framúrskarandi á Suðurlandi