Brúarsmíði í beinni útsendingu

Um helgina verður burðarvirki nýrrar brúar yfir Eldvatn hjá Ásum í Skaftártungu dregið yfir ána.

Brúin skemmdist mikið í Skaftárhlaupi 2015 og ákveðið var að byggja nýja brú enda burðarvirki þeirrar gömlu verulega laskað. Brúin nýja er stálbogabrú, smíðuð í Póllandi. Hún var flutt í einingum á verkstað í mars síðastliðnum og unnið hefur verið að því að setja burðarvirkið saman.

Á föstudag hófst vinna við að draga burðarvirkið yfir ána en verkinu mun ljúka á sunnudaginn. Notuð er sú aðferð að burðarvirki brúarinnar er ýtt yfir ána með vökvatjökkum. Enn er töluverð vinna eftir en áætlað er að vegurinn að brúnni verði opnaður í september.

Vegagerðin hefur sett upp myndavél á verkstað þar sem hægt verður að fylgjast með framkvæmdinni. Þar má sjá mynd í rauntíma sem uppfærist á fimm til tíu mínútna fresti.
Nýjusta myndina er hægt að skoða hér.

Þarna er framkvæmdasvæði og aðgangur óheimill nema þeim sem þar þurfa að vera, þó er hægt að fylgjast með úr fjarlægð fyrir utan að fylgjast með í vefmyndavélinni.

Fyrri greinElfa Dögg og Tómas opna nýjan veitingastað á Selfossi
Næsta greinGreitt fyrir útflutningi á íslenskum framleiðsluafurðum til Kína