Brúarsmíðin gengur mjög vel

„Verkið gengur mjög vel og er alveg á áætlun. Það er verið að smíða nýja brú yfir Múlakvísl og útbúa fimm kílómetra varnargarða við brúna.

Nú er verið að undirbúa að steypa brúargólfið en það eru nokkrir starfsmenn Eyktar að vinna á staðnum en þegar líður á vorið mun starfsmönnum fjölga á verkstað,“ segir Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðinnar í Suðurumdæmi þegar hann var spurður hvernig gengi að byggja nýju brúna yfir Múlakvísl.

Brúin verður bitabrú, í sex höfum, um 160 metra löng og akbrautin verður níu metra breið.

Verkinu á að vera lokið 1. september 2014 en heildarkostnaður við það er um einn milljarður króna.

Fyrri greinSex bílar skemmdust í árekstri
Næsta greinÞyrla sótti slasaðan vélsleðamann