Brottfluttir fleiri en aðfluttir

Samkvæmt samantekt Hagstofunnar voru brottfluttir Sunnlendingar umfram aðflutta á síðasta ári 224 talsins.

Þar af fluttu 82 af Suðurlandi í aðra landshluta en 142 fluttu milli landa.

Ekki er í öllum tilfellum um að ræða fækkun og má taka sem dæmi að aðfluttir umfram brottflutta í Hveragerði eru 11.