Brotnaði illa á bifhjóli

Bifhjólamaður brotnaði illa á vinstri fæti er hann missti stjórn á hjóli sínu við Hjörleifshöfða í dag.

Maðurinn ók yfir lausa möl með þeim afleiðingum að hann rann á veginum sem verið er að gera við. Hann var í sjö manna hópi bifhjólamanna þegar óhappið varð en kona hans fylgdi á eftir í bifreið.

Maðurinn brotnaði að sögn lögreglu mjög illa og var hann fluttur til Reykjavíkur til aðhlynningar.

Þá varð árekstur þriggja bíla á brúnni við Núpsvötn, austan við Lómagnúp, síðdegis í dag. Ökumaður missti stjórn á bifreið er hann ók eftir blautum rimlum á yfirborði brúarinnar við útskot á henni.

Engin alvarleg meiðsl urðu á fólki en einn farþeganna kvartaði yfir hálsmeiðslum.

Fyrri greinBirgir Leifur leiðir áfram
Næsta greinEldur í bíl við Selfoss