Brotnaði á báðum fótum

Fjórtán ára stúlka hlaut opið beinbrot á báðum fótum eftir að hafa dottið illa á trampólíni í íþróttahúsinu Baulu við Sunnulækjarskóla á Selfossi síðdegis í dag.

Stúlkan var ásamt fleiri stúlkum að stökkva á trampólíninu áður en fimleikaæfing hófst, og voru þær því ekki undir eftirliti þjálfara er óhappið varð, að sögn lögreglunnar á Selfossi.

Stúlkan var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem hún fór í aðgerð á Landspítalanum í Fossvogi.