Brotlending við Sultartangalón

Lítil flugvél af gerðinni Cessna þurfti að nauðlenda við Sultartangalón síðdegis í dag vegna vélarvandræða. Við lendinguna hvolfdi vélinni og staðnæmdist hún þannig.

Samkvæmt heimildum mbl.is var einn maður um borð í vélinni þegar óhappið varð og er hann sagður hafa sloppið ómeiddur frá nauðlendingunni.

Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa eru á vettvangi ásamt lögreglunni á Hvolsvelli en samkvæmt upplýsingum frá sjónarvotti liggur vélin á hvolfi uppi á mel, um það bið 100 metra frá bökkum Þjórsár.

Samkvæmt heimildum mbl.is voru björgunarmenn sem starfandi eru á vegum Ístaks á virkjunarsvæðinu við Búðarháls sendir á slysstað.

Fyrri greinTour de Hvolsvöllur – keppni sem komin er til að vera
Næsta greinJónas og lúðrasveitin skoða aukatónleika