Brotist inn við Sogsbakka

Klukkan 21:57 á laugardag fékk eigandi sumarhúss við Sogsbakka í Grímsnesi innbrotsboð í sumarhúsið í farsíma sinn.

Hann fór þegar á staðinn og sá strax ummerki um innbrot. Ýmsum munum var stolið svo sem flatskjá, fatnaði og fleiru.

Þeir sem hafa orðið varir óeðlilegar mannaferðir á umræddum tíma eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 444 2010.

Fyrri greinKeypti bíl á fölskum númerum
Næsta greinLandgræðsluskóli SÞ í heimsókn í Gunnarsholti