Brotist inn í veitingabíl

Um helgina var lögreglu tilkynnt um innbrot í veitingabíl Seylon sem staðið hefur á Hafnarplaninu á Selfossi.

Bíllinn hefur ekki verið í rekstri undanfarið en atvikið hefur átt sér stað á tímabilinu frá 19. desember síðastliðnum þar til nú um helgina.

Sjóðsvél var eyðilögð og peningum stolið.

Lögreglan biður þá sem veitt geta upplýsingar um verknaðinn að hafa samband í síma 480 1010.