Brotist inn í tvö orlofshús

Í síðustu viku var brotist inn í tvö orlofshús í Bláskógabyggð, annað í Miðhúsaskógi en hitt í landi Efri-Reykja.

Í báðum húsunum var stolið flatskjám auk þess sem minniháttar tjón varð á húseignunum.

Þá var peningahólf í ryksugu á N1 á Selfossi brotið upp í byrjun síðustu viku og mynt sem í því var stolið. Ekki er vitað hver var að verki.