Brotist inn í tvö íbúðarhús á Selfossi

Á tímabilinu frá um klukkan 15 fram að miðnættis síðastliðinn laugardag var brotist inn í tvö samliggjandi íbúðarhús á Engjavegi á Selfossi.

Í báðum tilvikum var rúða brotin í bakdyrum og hurð til að komast inn í húsin.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er ekki talið að neinu hafi verið stolið. Ekki er búið í öðru húsinu en íbúar hins hússins voru fjarverandi.