Brotist inn í tvo bústaði

Í síðustu viku var tilkynnt um innbrot í tvo sumarbústaði í Miðhúsaskógi í Bláskógabyggð.

Úr öðrum bústaðnum var stolið vöðlum og nýlegum segldúk.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Selfossi. Meðal annarra viðfangsefna lögreglunnar í liðinni viku voru fimm minniháttar fíkniefnamál.

Auk þess voru 28 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur og 24 fyrir að nota ekki öryggisbelti.