Brotist inn í Tryggvaskála

Aðfaranótt mánudags var brotist inn í Tryggvaskála á Selfossi. Rúða á bakhlið hússins var brotin og þjófurinn skreið þar inn.

Þjófurinn hafði á brott sjóðsvél með lítilræði af peningum.

Þeir sem búa yfir upplýsingum um innbrotið eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.

Fyrri greinTvö kynferðisbrot kærð um helgina
Næsta greinÞakkir til tillitssamra ökumanna