Brotist inn í Tryggvaskála og Pakkhúsið

Brotist var inn í Tryggvaskála á Selfossi aðfaranótt föstudags eða laugardags og þaðan stolið skjávarpa.

Sem stendur er ekki vitað hverrar tegundar skjávarpinn var.

Þeir sem veitt geta upplýsingar um málið eru beðnir að hafa samband í síma lögreglunnar á Selfossi 480 1010.

Í síðustu viku var einnig brotist inn í Pakkhúsið á Selfossi og þar unnin minni háttar eignaspjöll en engu stolið.

Fljótlega vaknaði grunur um hver hafi verið að verki. Sá var handtekinn skömmu síðar og færður til yfirheyrslu. Hann viðurkenndi verknaðinn.