Brotist inn í sumarhús

Brotist var inn í sumarhús við Nyrðri-Vallarstíg í Þingvallasveit einhverntíman á tímabilinu frá 12. til 19. september með því að brjóta rúðu í húsinu.

Tjón er á húsinu en litlu virðist hafa verið stolið. Búi einhver yfir upplýsingum um óeðlilegar mannaferðir þar er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögreglu.

Fyrri greinTíu áminntir vegna ljósleysis
Næsta greinÖruggur Selfossigur í Krikanum