Brotist inn í Seylon og Alvörubúðina

Aðfaranótt miðvikudagsins í síðustu viku var brotist inn í veitingastaðinn Seylon og Alvörubúðina, en bæði fyrirtækin eru við Eyraveg á Selfossi.

Á Seylon var sjóðsvél borin út úr húsi og skiptimynt hirt. Sjóðsvélin fannst síðar í nálægum garði.

Í Alvörubúðinni var þjófurinn búinn að færa sjóðsvél verslunarinnar til og hirða skiptimyntina.

Þjófurinn sást á eftirlitsmyndavél en kennsl hafa ekki verið borin á hann.

Fyrri greinDansandi drekar í FSu
Næsta greinReiddist og dró upp vasahníf