Brotist inn í sex hesthús á Hellu

Brotist var inn í sex hesthús í hesthúsahverfinu á Hellu í nótt og var ýmsum munum stolið þaðan. Tjónið nemur milljónum.

Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar málið en að minnsta kosti sjö hnökkum var stolið, auk reyðtygja, hjálma og tækjum til járninga.

Samkvæmt upplýsingum sunnlenska.is virðast þjófarnir hafa verið vandlátir á þýfið því aðeins var stolið gæðahnökkum og góðum reiðtygjum en annað skilið eftir.

Verðmæti ódýrustu hnakkanna sem stolið var er í kringum 250 þúsund krónur svp ljóst er að tjónið nemur milljónum.

Lögreglan á Hvolsvelli biður fólk sem telur sig hafa orðið vart við grunsamlegar mannaferðir í kringum hesthúsahverfið síðastliðna nótt að hafa samband.

Fyrri greinPrímadonnur í Hveragerðiskirkju
Næsta greinOddvitaskipti í Rangárþingi eystra