Brotist inn í Pizzafabrikkuna

Brotist var inn í Pizzafabrikkuna við Dalbraut 6 á Laugarvatni í síðustu viku og þaðan stolið matvælum og áfengi.

Einnig var brotist inn í íbúð í sama húsi en hún tengist veitingastaðnum.

Innbrotið mun hafa átt sér stað á tímabilinu frá mánudeginum 28. apríl til 1. maí síðastliðinn og er málið í rannsókn hjá lögreglunni á Selfossi.

Fyrri greinMikil umferð og flestir til fyrirmyndar
Næsta greinGrýlupottahlaup 2/2014 – Úrslit