Brotist inn í Pakkhúsið

Í gærkvöldi var brotist inn í félagsmiðstöðina Pakkhúsið við Austurveg á Selfossi og þaðan stolið leikjatölvu.

Þá var léttvatnsslökkvitæki stolið úr stigagangi fjölbýlishúss við Álftarima á Selfossi um helgina og losað úr því í anddyri hússins. Óboðnir gestir reyndu að komast í teiti sem haldið var í einni íbúð hússins. Þeim var vísað frá og er talið líklegt að einhverjir þessara óvelkomnu gesta hafi gripið tækið með sér. Slökkvitækið fannst í nágrenni hússins.

Aðfaranótt laugardags var afturrúða brotin í hvítum Volkswagen Polo sem stóð í porti til hliðar við skemmtistaðinn 800Bar á Selfossi. Lögreglan biður þá sem hafa upplýsingar um þessi mál að hafa samband í síma 4801010.