Brotist inn í margar geymslur

Brotist var inn í fjölmargar geymslur í fjölbýlishúsum við Eyraveg 48 og 50 á Selfossi í fyrrinótt og uppgötvaðist það í gærdag.

Í öllum tilvikum voru hespurnar á hurðunum skrúfaðar af og síðan farið inn. Ýmsum verðmætum var stolið, meðal annars matvælum úr frystikistum, eins og humri, kjöti og fiski.

Þjófurinn eða þjófarnir litu hinsvegar ekki við frosnu slátri og frosinni kjötsúpu, enda er sá, sem er grunaður um verknaðinn af pitsukynslóðinni. Ekki hefur enn náðst tal af honum.

Vísir greindi frá þessu