Brotist inn í mælingabát í Landeyjahöfn

Aðfaranótt laugardags var brotist inn í mælingabát Samgöngustofu sem um þessar mundir er í Landeyjahöfn.

Báturinn var nýkominn á staðinn og hafði ekki verið sjósettur heldur var á kerru á bryggunni.

Lögreglumenn á Hvolsvelli í samvinnu við lögreglu í Vestmannaeyjum hafa upplýst málið. Í ljós kom að tveir einstaklingar sem höfðu farið í bílaleigubíl með Herjólfi til Eyja og til baka á laugardeginum stóðu að innbrotinu.

Tvímenningarnir voru handteknir við Hvolsvöll á laugardag. Í bifreið þeirra fannst þýfi úr bátnum sem voru verðmæt mælitæki, flotgalli og ýmiss konar verkfæri.

Þeir viðurkenndu þjófnaðinn og voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu.

Fyrri greinFéll af vörubílspalli
Næsta greinKókoskarrýsúpa með sætum kartöflum