Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

Um helgina var brotist inn í íbúðarhús austarlega við Engjavegi á Selfossi. Þjófurinn fór inn í húsið með því að spenna upp glugga.

Talið er víst að fartölvu og flakkara hafi verið stolið. Íbúar hússins hafa verið fjarverandi undanfarna daga en aðstendendur sem litu eftir húsinu uppgötvuðu innbrotið í gærkvöldi, sunnudag.

Á tímabilinu frá kl. 21 sunnudaginn 5. október til kl. 16 mánudaginn 6. október síðastliðinn var brotist inn á verkstæði í Gagnheiði 5 á Selfossi. Sá eða þeir sem þar voru á ferð úðuðu málningu á nýsprautaða jeppabifreið og boruðu gat á einn 41 tommu hjólbarða hennar. Einng var slípirokk stolið.

Þeir sem veitt geta upplýsingar um þessi tvö mál eru beðnir að hafa samband við lögrelgu í síma 480 1010.

Fyrri greinÍslandsmet í „selfie“-myndatöku
Næsta greinÞrjú umferðaróhöpp í liðinni viku