Brotist inn í íbúð í fjölbýlishúsi

Í liðinni viku kærði kona innbrot og þjófnað í íbúð sína í fjölbýlishúsi á Selfossi. Sagðist hún hafa saknað ýmsra hluta svo sem snyrtivara, fatnaði og peninga.

Lögreglan á Suðurlandi veit ekki hver var að verki en verknaðurinn átti sér stað á tímabilinu frá hádegi síðastliðins miðvikudags til sama tíma á fimmtudag.