Brotist inn í íþróttamiðstöðina

Brotist var inn í íþróttamiðstöðina á Laugarvatni í nótt, stolið um 50-80 þúsund krónum í seðlum og skemmdir unnar á húsnæðinu.

Þjófarnir brutu rúðu við innganginn til að komast inn í húsið. Þeir fóru svo um og brutu upp skápa og hurðir í leit að verðmætum að sögn Sævars Ástráðssonar, umsjónarmanns fasteigna hjá Menntaskólanum á Laugarvatni.

Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins en getur ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.