Brotist inn í Hraunborgum

Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningar um innbrot í tvo sumarbústaði í Hraunborgum í Grímsnesi í síðustu viku.

Innbrotin eru óupplýst en talið er að þau hafi átt sér stað helgina 11. til 12. júlí síðastliðinn.

Úr öðrum bústaðnum var flatskjá stolið og rafmagnsverkfærum úr hinum.

Fyrri greinUm borð í bát á hættulegum stað
Næsta greinCeleste og Dagný í úrvalsliðinu