Brotist inn í hesthús í Þorlákshöfn

Aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku var brotist inn í hesthús í Þorlákshöfn og þaðan, meðal annars, stolið rafmagnsverkfærum.

Einnig var farið inn í bíl sem stóð fyrir utan hesthúsið og rótað í honum auk þess voru unnin skemmdarverk á honum með því að rispa lakk.

Lögreglan á Suðurnesjum handtók menn sem grunaðir eru um að hafa verið að verki í hesthúsinu.

Málið er í rannsókn.

Fyrri greinDagný skoraði í opnunarleiknum
Næsta greinVortónleikar Karlakórs Selfoss framundan