Brotist inn í Heiðabyggð

Í síðustu viku var tilkynnt um innbrot í tvo sumarbústaði í Heiðabyggð í Hrunamannahreppi.

Úr öðrum bústaðnum var stolið hljómflutningstækjum en einskis var saknað úr hinum.

Talið er að brotist hafi verið inn í bústaðina aðfaranótt mánudags eða þriðjudags í síðustu viku.

Fyrri greinHandtekin eftir smygltilraun
Næsta greinGarðyrkjubændur eiga fánaröndina