Brotist inn í Grímsnesi og Lambafelli

Á tímabilinu 13. til 20. júní var brotist inn í geymslu og geymslugám við sumarbústað í Grámosagötu í landi Snæfoksstaða í Grímsnesi.

Líklegast er að þetta hafi átt sér stað aðfara nótt fimmtudagsins 18. júní. Sá eða þeir sem þarna voru að verki höfðu á brott mikið af rafmagnsverkfærum, útvistarfatnaði og fleira.

Einnig var brotist inn í vinnuvél og vinnuskúr í Lambafellsnámu í Ölfusi þaðan sem var stolið verkfærum meðal annars rafsuðuvél. Þetta hefur gerst á tímabilinu frá kvöldi þriðjudags að morgni fimmtudags í síðustu viku eins og innbrotið í sumarbústaðinn í Grímsnesinu. Ekki er vitað hvort þessi tvö innbrot tengist.

Innbrotin eru í rannsókn og biðlar lögreglan á Suðurlandi til allra sem veitt geta upplýsingar að koma þeim á framfæri í tölvupósti logreglan@sudurland.is. eða í síma 444 2010.

Fyrri greinÖkumenn tillitssamir og glaðir
Næsta greinLausamöl á þjóðveginum olli tjóni á bílum