Brotist inn í fjóra bústaði

Lögreglan á Selfossi fékk fjórar tilkynningar í síðustu viku um innbrot í sumarbústaði víðsvegar í Árnessýslu.

Tveir bústaðanna eru í Miðengislandi í Grímsnesi, einn í landi Efri Brúnavalla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og sá fjórði í landi Gerðakots í Ölfusi.

Úr þremum bústaðanna var flatskjáum stolið og gasofni úr einum þeirra.