Brotist inn í fjóra bústaði

Fjögur innbrot í sumarbústaði og hjólhýsi voru kærð til lögreglunnar á Selfossi í síðustu viku. Áætla má að verðmæti þýfisins sé hátt í eina milljón króna.

Tvö innbrotin áttu sér stað í Miðhúsaskógi í Bláskógabyggð og hin tvö í Snæfoksstaðalandi.

Fyrri greinKafarinn yfirheyrður í gær
Næsta greinRóleg vika hjá Selfosslöggunni