Brotist inn í fjóra bíla

Í nótt var brotist inn í fjóra bíla í suðurhverfi Selfoss auk þess sem tveimur reiðhjólum var stolið.

Bílarnir stóðu við íbúðarhús í Tjaldhólum og Tröllhólum. Annað reiðhjólið var við eina bifreiðina og hitt á næstu lóð.

Ýmsum verðmætum var stolið svo sem hljómflutningstækjum, geisladiskum, peningum og öðrum lausum hlutum.

Lögreglan á Selfossi rannsakar málið og ef einhverjir hafa orðið varir við óeðlilegar mannaferðir á þessum slóðum í nótt eru þeir beðnir um að hafa samband við lögreglu.