Brotist inn í fimm sumarbústaði

Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningar um innbrot í fimm sumarbústaði og tilraun til innbrots í einn í liðinni viku.

Þrír bústaðanna eru á Stokkseyri, einn á Sogsbakka, einn í Öndverðanesi og einn við Laugarvatn.

Litlu var stolið úr bústöðunum en eitthvert eignatjón varð vegna brotinna rúða og annara skemmda.

Öll eru málin óupplýst.