Brotist inn í Brautarholti

Tilkynnt var um innbrot í bílskúr við Brautarholt á Skeiðum í síðustu viku og þaðan stolið nýju AEG span helluborði, 47 tommu LCD flatskjá og rauðri rafsuðuvél.

Innbrotið hefur átt sér stað á tímabilinu frá 10. apríl síðastliðinn þar til eigandinn uppgötvaði innbrotið og þjófnaðinn nú fyrir helgina.

Lögreglan á Selfossi biður þá sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband í síma 480 1010.

Fyrri greinLangar þig að komast í landsmótsliðið í starfsíþróttum?
Næsta greinÓvenju margir undir áhrifum