Innbrot var framið í Bjarnabúð í Reykholti í nótt og hafði þjófurinn vörur á brott með sér.
Greint er frá því á Facebooksíðu Bjarnabúðar að þar hafi óboðinn aðili verið í óvæntri næturvinnu og greinilega verið svangur og nikótín þurfi.
Ef einhver kannast við kauða eru sá hinn sami beðinn um að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi.
Þrátt fyrir innbrotið mun Bjarnabúð opna á réttum tíma, kl. 11 í dag.