Brotist inn í bílskúr á Selfossi

Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu í morgun um að brotist hefði verið inn í bílskúr í Lambhaga á Selfossi og þaðan stolið ýmsum handverkfærum og stærri verkfærum.

Meðal þess sem var tekið var borvél, stingsög, hjólsagir, rennibekkur ásamt öðrum smærri verkfærum. Engar vísbendingar eru um hver hafi verið þarna að verki en málið er í rannsókn.

Þá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á Móavegi á Selfossi aðfaranótt laugardags. Bifreiðin lenti á grjóti utan vegarins. Þar sem ökumaðurinn var ekki í öryggisbelti skall hann með höfuðið í framrúðunni og vankaðist við það. Farþegi slapp ómeiddur en hann var í öryggsbelti. Í ljós kom að ökumaðurinn var undir áfengisáhrifum.

Fyrri greinHamarskonur áfram taplausar
Næsta greinFjóla og Kristinn unnu silfur