Brotist inn í Þrastalund og Bjarnabúð

Þjófar voru á ferð í uppsveitum Árnessýslu í nótt og brutust þeir inn í söluskálana Þrastalund við Sogsbrú og Bjarnabúð í Reykholti.

Þjófarnir komust á brott með skiptimynt úr sjóðsvél og tóbak. Í báðum tilfellum var rúða brotin og telur lögregla líklegt að um sömu menn sé að ræða í báðum innbrotunum.

Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Selfossi.