Brotist inn hjá Vegagerðinni

Brotist var inn í bifreið á athafnasvæði Vegagerðarinnar í Hrísmýri á Selfossi um helgina og stolið úr henni Tetra handtalstöð.

Þá hvarf fólksbílakerra frá Laxabakka 3 á Selfossi aðfaranótt síðastliðins fimmtudags. Hliðar kerrunar eru úr blikki en botn úr tré og hjólin eru óskermuð og kerran er án ljósa.

Bæði málin eru óupplýst en hver sá sem veitt getur upplýsingar um þau er beðinn að hafa samband í síma 480 1010.