Brotist inn á Seylon

Í nótt var brotist inn í veitingastaðinn Seylon við Eyraveg á Selfossi. Óljóst er klukkan hvað innbrotið átti sér stað.

Í eftirlitsmyndavél sást hettuklæddur maður koma að framhlið hússins, brjóta rúðu, ganga rakleitt að ölkæli og bera út nokkrar kippur af bjór.

Þar sem maðurinn huldi andlit sitt var ekki hægt að bera kennsl á hann.

Allar upplýsingar eru vel þegnar í síma 480 1010.

Fyrri greinVill norskar mjólkurkýr til landsins
Næsta greinPöntuðu pítsur með leigubíl og neituðu að borga