Brotist í tvígang inn í Hveragarðinn

Hveragarðurinn í Hveragerði. Ljósmynd/Hveragerðisbær

Síðastliðna nótt var brotist inn í Hveragarðinn í Hveragerði og verðmætum stolið. Þetta er annað innbrotið í garðinn í vikunni.

Hurð var spennt upp og skemmd í nótt og úr húsinu stolið tölvum, peningum og minjagripum.

Aðfar nótt þriðjudags var einnig brotist inn í garðinn og þá var stolið brauði stolið sem verið var að baka úti í gufupottinum. Þjófarnir skildu eftir sig stóran poka, fullan af verðmætum verkefnum, sem talið er verið þýfi úr öðru innbroti.

Þeir sem hafa orðið varir við mannaferðir í eða við Hveragarðinn þessar tvær nætur eru beðnir um að láta lögregluna vita.

Fyrri greinKeflavík marði kraftmikla Hamarsmenn
Næsta greinStúlkan er fundin