Brotinn kofi á Suðurstrandarvegi

Ljósmynd/Lögreglan

Um kl. 21:30 í gær fannst brotinn kofi á Suðurstrandarvegi, rétt vestan við Hlíðarvatn.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að líklega hafi kofinn verið í betra ástandi skömmu áður, á palli eða kerru.

Sá eða sú sem kannast við að hafa tapað kofanum eða hefur vitneskju um hver á kofann er beðinn um að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í síma 444-2000.

Fyrri greinFramkvæmdum við nýja aðstöðu Byggðasafns Árnesinga lýkur í vor
Næsta greinHeilsueflandi ferðaþjónusta – Þróunarverkefni